Glærur um Frakkland og Pólland

Við vorum að vinna í Evrópu og áttum að velja okkur a.m.k. 2 lönd til að gera í Power point eða í Movie maker, það mátti gera fleiri ef maður hefði tíma. Maður mátti ekki fjalla um lönd sem maður vissi mikið um, sérstaklega ekki um Norðurlöndin því við fjölluðum um þau í fyrra. Svo átti maður að finna mikið um löndin og nokkrar myndir. Þegar maður var búin að því setti maður glærurnar um löndin inná slide share og síðan inná bloggið.

Ég valdi að gera í power point og valdi mér landið Frakkland. Ég fann mikið um Frakkland, t.d. á wikipedia fann ég mikið, svo á google fann ég síður og eina góða síðu sem heitir Fjölmenningarvefur barna. Þar er líka hægt að finna um mörg önnur lönd. Svo fór ég á flikcr og google til að leita af myndum. Þegar ég var búin með Frakkland þá var mér sagt að gera um annað land en það átti að vera í Austur-Evrópu.

Þá valdi ég mér landið Pólland. Ég fann aðeins minna um Pólland heldur en Frakkland en það er allt í lagi. Ég fann svolítið inná wikipedia, en helst notaði ég Fjölmenningarvef barna. Svo fann ég vef sem ég man ekki alveg hvað heitir en hann var allavegna mjög góður og ég fann mikið af honum. Því næst fann ég myndir og setti inná slide share.Wink


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband